SÆKJA APPIÐ UM SÍÐUNA FRÆÐSLA MÍNAR UPPSKRIFTIR INNSKRÁNING

LEIT
ExpandDIV
TEGUND RÉTTAR
ExpandDIV
ERFIÐLEIKASTIG
ExpandDIV
Auðvelt Erfitt
ELDUNARTÍMI
ExpandDIV
Fljótlegt Tímafrekt
Eldunaraðferð
ExpandDIV
UPPRUNI
ExpandDIV
HLUTI
ExpandDIV

PönnusteikingKótelettur, lærissneiðar, hryggvöðva, lundir og aðra fremur litla bita af meyru kjöti má pönnusteikja í olíu eða annarri feiti. Pannan þarf að vera hæfilega stór svo að ekki sé raðað mjög þétt á hana, því við það lækkar hitinn um of og það hægist á steikingunni. Best er að allir bitarnir sem steikja á séu áþekkir að þykkt svo að þeir steikist jafnt. Ef svo er ekki er best að setja þá ekki alla á pönnuna í einu, eða taka þá af eftir því sem þeir eru orðnir hæfilega steiktir.

Kjöt sem á að pönnusteikja er stundum barið lítillega með buffhamri eða með hnúunum, bæði til að gera það meyrara og til að stykkin verði þynnri. Kjötið má ekki vera rakt þegar það er sett á pönnuna, þá brúnast það illa. Ef það hefur verið í kryddlegi er best að skafa hann af, ef ekki er best að þerra það með eldhúspappír. Einnig er gott að velta því upp úr hveiti eða raspi rétt fyrir steikingu.

Yfirleitt er kjöt pönnusteikt við meðalhita eða hærri en ef um er að ræða bita sem ekki eru mjög meyrir er það gjarna snöggbrúnað og síðan er hitinn lækkaður. Þá er oft bætt einhverjum vökva á pönnuna, lok e.t.v. lagt yfir og kjötið soðið eða gufusoðið við hægan hita þar til það er meyrt. Einnig má færa það yfir í eldfast fat, setja það inn í heitan ofn og ljúka við steikinguna þar.


Grillpönnusteiking


Flestir kannast nú orðið við grillpönnur, þykkar pönnur með riffluðum botni, þar sem kjötið er steikt án fitu (stundum þó penslað með olíu) við fremur háan hita. Það fær á sig dekkri rákir þar sem það snertir rifflurnar og lítur því svipað út og grillað kjöt en vitaskuld fær það ekki í sig neitt grillbragð. Ef steikja á meira kjöt en kemst á eina pönnu er gott að brúna það fyrst á báðum hliðum við háan hita og ljúka síðan við steikinguna í 180-200°C heitum ofni.

Kjötið er oft látið liggja í kryddlegi áður en það er sett á grillpönnuna og ef lögurinn inniheldur vökva er best að strjúka hann vel af svo að kjötið sé ekki blautt, þá brúnast það mun síður. Ef olía er aðaluppistaðan í leginum, eða ef kjötið er þurrkryddað, er engin þörf á þessu.