SÆKJA APPIÐ UM SÍÐUNA FRÆÐSLA MÍNAR UPPSKRIFTIR INNSKRÁNING

LEIT
ExpandDIV
TEGUND RÉTTAR
ExpandDIV
ERFIÐLEIKASTIG
ExpandDIV
Auðvelt Erfitt
ELDUNARTÍMI
ExpandDIV
Fljótlegt Tímafrekt
Eldunaraðferð
ExpandDIV
UPPRUNI
ExpandDIV
HLUTI
ExpandDIV

Kaldar sósurNokkrar kaldar sósur sem henta með grilluðu lambakjöti:

Tzatziki


10 cm bútur af gúrku • 1 lítil dós hreint KEA-skyr • 2-3 hvítlauksgeirar, saxaðir smátt • 1/2 tsk oregano • 1 msk ólífuolía • nýmalaður pipar • salt

Gúrkan rifin, sett í sigti, dálitlu salti stráð yfir og látin standa í hálftíma. Þá er eins mikill safi pressaður úr henni og unnt er og síðan er henni hrært saman við skyrið, hvítlaukinn og olíuna og bragðbætt með pipar og salti eftir smekk. Sósan geymd í kæli í a.m.k. hálftíma. Borin fram t.d. með grilluðum kótelettum eða lambafile.

Sítrónu-jógúrtsósa


1 dós hrein jógúrt (nota má skyr eða sýrðan rjóma)• rifinn börkur af 1 sítrónu • 1 msk sítrónusafi, nýkreistur • 1 tsk kummin (cumin), malað • 1 tsk hunang eða sykur • nýmalaður pipar • salt

Allt hrært saman og látið standa í kæli í a.m.k. 1 klst. Borið fram með alls konar grilluðu lambakjöti.

Indversk ananas-raita


1 lítil dós ananaskurl • 1 lítil dós hreint KEA-skyr • 1 tsk garam masala (eða mild karrísósa eftir smekk) • 2 msk ferskt mintulauf, saxað (má sleppa) • nýmalaður pipar • salt

Safinn látinn renna vel af ananasinum og síðan er allt hrært vel saman. Borið fram t.d. með sterkkrydduðum grilluðum kótelettum eða öðru vel krydduðu kjöti.

Mintupestó


2 msk furuhnetur• hnefafylli af fersku mintulaufi • 2 hvítlauksgeirar, saxaðir • 2 msk nýrifinn parmesanostur • nýmalaður pipar • 1 dl ólífuolía

Hneturnar ristaðar á þurri pönnu þar til þær eru rétt farnar að taka lit en þá eru þær settar í blandara eða matvinnsluvél ásamt mintulaufi, hvítlauk, parmesanosti og pipar. Vélin látin ganga þar til allt er komið í mauk og síðan er olíunni þeytt saman við smátt og smátt. Sósuna má nota strax eða geyma hana í 2-3 daga í ísskáp. Borin fram t.d. með grilluðu lambalæri eða lambalundum.

Hoisin-chilisósa


2 dl hoisin-sósa • 1 dl chilisósa, sterk eða mild eftir smekk
Sósurnar settar í skál og hrærðar saman. Þessi sósa, sem er mjög vinsæl víða í Suðaustur-Asíu, er góð t.d. með grilluðum lambarifjum eða kótelettum.

Hnetusósa


150 g hnetusmjör, gjarna grófmalað (crunchy) • 1 dl mild tómatchilisósa (Heinz) • 3 msk sojasósa • 1 msk olía • 1 tsk worcestersósa • safi úr 1/2 sítrónu • 2 tsk túrmerik • nýmalaður pipar • salt • skvetta af ananassafa

Allt sett í skál og hrært vel saman. Sósan e.t.v. þynnt með svolitlum ananassafa. Ef á að bera hana fram heita er allt sett í pott ásamt 2 dl af ananassafa, hitað að suðu og látið malla í nokkrar mínútur, þar til sósan er hæfilega þykk.

Hvítlaukssósa


4-5 hvítlauksgeirar, pressaðir • 2 dl majónes • 1 dl ab-mjólk • 2 msk. sítrónusafi • 1 msk. hunang • salt • nýmalaður svartur pipar

Setjið allt í skál og blandið vel saman. Kælið.