SÆKJA APPIÐ UM SÍÐUNA FRÆÐSLA MÍNAR UPPSKRIFTIR INNSKRÁNING

LEIT
ExpandDIV
TEGUND RÉTTAR
ExpandDIV
ERFIÐLEIKASTIG
ExpandDIV
Auðvelt Erfitt
ELDUNARTÍMI
ExpandDIV
Fljótlegt Tímafrekt
Eldunaraðferð
ExpandDIV
UPPRUNI
ExpandDIV
HLUTI
ExpandDIV

Eldunartími á lambakjötiGrillsteiking er list en ekki vísindi og tímasetningar geta þess vegna aldrei orðið nákvæmar. Það er afar margt sem getur haft áhrif, t.d. hitastig og vindur úti, tegund grills, fjarlægð grindarinnar frá hitagjafanum og svo framvegis. En hér kemur rammi að tímasetningum fyrir meðalsteikt kjöt. Alltaf er miðað við gasgrill, hiti á kolagrilli er oft hærri og litlu stykkin grillast því heldur hraðar:

Bandaríkjamenn og Ástralir eru á meðal þeirra þjóða sem hafa grillmat í mestum hávegum og kunna mest fyrir sér og þeir hafa ákveðnar - og raunar ólíkar - skoðanir á grilleldamennsku og þar á meðal muninum á 'grilling' og 'barbecueing'. En þegar kemur að því að ræða um hvað eigi að grilla við beinan hita og hvað við óbeinan hita eru grillsérfræðingar þessara þjóða þó að mestu sammála.

Lærissneiðar þurfa ögn lengri tíma, 3-4 mínútur á hvorri hlið fyrir þessar venjulegu þunnu en ef þetta eru almennilegar sneiðar eins og æskilegast er (2 ½-3 cm) þurfa þær 5-6 mínútur á hvorri hlið.

Lambalundir þurfa um 2-3 mínútur á hvorri hlið ef þær eru lagðar flatar beint á grillið. Einnig má þræða þær á spjót þannig að þær verði S-laga og grilla þær í 3-4 mínútur á hvorri hlið eftir þykkt.

Lambahryggvöðvi (file), ca. 6-7 mínútur með fituhliðina niður, 3-4 mínútur á hinni hliðinni. Þarf að fylgjast vel með þeim og færa til.

Lambaframhryggjarsneiðar: 4-7 mínútur á hvorri hlið, eftir þykkt.

Lambahryggur, heill: Óbein grillsteiking er langbest (þá er grillið hitað vel og svo er slökkt á öðrum brennaranum, kjötið sett á grillið þeim megin, lokað og hitinn frá hinum brennaranum látinn sjá um að grilla kjötið (á kolagrilli hefur maður kolin til hliðanna og álbakka með dálitlu vatni í miðjunni til að taka við fitu sem bráðnar). Hryggnum er snúið tvisvar eða þrisvar en annars er best að opna grillið sem minnst og ekki þarf að hafa áhyggjur af að hann brenni. Hann er tilbúinn á 45-60 mínútum, eftir stærð og aðstæðum.

Lambahryggur, hálfur (sagaður eftir endilöngu): 30-40 mínútur, eftir stærð, við meðalhita. Snúið oft. .

Lambalæri, heilt, 2,5 kg: 75-90 mínútur við vægan, beinan hita á lokuðu grilli. Snúið oft og fylgist vel með því, eða notið snúningstein. Eða óbein grillsteiking (sjá lýsingu við lambahrygg) í 1 ½-2 klst.

Lambalæri, heilt, í álpappír, 2,5 kg: 50-60 mínútur, fyrst við háan hita og síðan vægari. Lærið er svo tekið úr álpappírnum og grillað aftur við háan hita síðustu mínúturnar.

Lambalæri, úrbeinað: Í álpappír 45-60 mínútur, á snúningsteini um 1 klst, við óbeina grillsteikingu 70-80 mínútur.

Lambalæri, úrbeinað og flatt (butterflied): 15-20 mínútur á hvorri hlið við meðalhita. Snúið nokkuð oft.

Lambakebab, kjötið skorið í 2 ½-3 cm bita: 8-12 mínútur alls, snúið oft.

Lambahakk á teini: 8-10 mínútur eftir þykkt, snúið nokkrum sinnum.

Allir þessir tímar eru miðaðir við að kjötið sé ekki ískalt þegar það fer á grillið, heldur nokkurn veginn við stofuhita. Svo þarf yfirleitt að láta það standa í smástund eftir að það er tekið af grillinu – 1-3 mínútur fyrir minni stykkin, 10 mínútur eða svo fyrir læri.