SÆKJA APPIÐ UM SÍÐUNA FRÆÐSLA MÍNAR UPPSKRIFTIR INNSKRÁNING

LEIT
ExpandDIV
TEGUND RÉTTAR
ExpandDIV
ERFIÐLEIKASTIG
ExpandDIV
Auðvelt Erfitt
ELDUNARTÍMI
ExpandDIV
Fljótlegt Tímafrekt
Eldunaraðferð
ExpandDIV
UPPRUNI
ExpandDIV
HLUTI
ExpandDIV

En hvað verður um grillbragðið, þetta eina


sanna?Það kemur vissulega í kjötið - ekki kannski í sama mæli og við beina grillsteikingu - en ef kjötið hefur ekki tekið á sig nægan grillsvip, eða ef ykkur finnst brunabragð vera hið eina sanna grillbragð, er lítið mál að bæta úr því. Það þarf aðeins að ljúka grillsteikingunni með því að setja kjötið beint yfir logana í nokkrar mínútur og fylgjast vel með því. Það er líka hægt að breyta grillinu í reykgrill til að fá almennilegt barbeque-bragð af kjötinu. Það má gera með því að setja raka reykspæni á kolin, loka grillinu og láta reykinn leika um kjötið. Grillsérfræðingurinn Steve Raichlen, höfundur bóka á borð við The Barbecue Bible, segir að óbein grillsteiking sameini bestu kosti 'grilling' og 'barbecueing' - bragðið frá fyrrnefndu aðferðinni og mýktina og safann frá þeirri síðarnefndu.

Það er lítill vandi að gera þetta. Í stóru kolagrilli er álbakki settur í miðjuna eða til annarrar hliðarinnar og glóandi kolin höfð í kring, og kjötið er svo sett yfir bakkann; í litlu grilli er bakkinn settur ofan á kolin, og þá er best að nota rifflaðan bakka með götum. Ef þið eruð með gasgrill með tveimur brennurum er best að kveikja á báðum og þegar grillið er orðið vel heitt er slökkt á öðrum brennaranum og kjötið sett á ristina fyrir ofan hann en hinn brennarinn er hafður á hálfum straum eða meira, eftir því hvað hitinn á að vera hár. Ef brennarinn er aðeins einn er notaður álbakki sem settur er undir kjötið og raunar er alltaf gott að hafa bakka undir því til að taka við fitu sem bráðnar úr því. Ef mikil fita lekur ofan í bakkann getur verið gott að hella dálitlu vatni í hann svo að ekki kvikni í henni.

Grillið þarf að vera lokað næstum allan tímann því markmiðið er að breyta því í hálfgerðan ofn. Það þarf oftast að snúa kjötinu a.m.k. tvisvar eða þrisvar en best er að opna grillið eins lítið og mögulegt er, einkum ef gola er eða fremur kalt í veðri; í hvert einasta skipti sem það er opnað tapast hiti og nokkrar mínútur bætast við grilltímann. Ef hitamælir er á grillinu er best að hann sýni 180-200 gráður á Celsíus (350-400°F). Ytri aðstæður eins og hitastig og vindur ráða töluvert miklu um grilltíma og þess vegna getur verið gott að nota kjöthitamæli til að vita hvort kjötið er að verða tilbúið.

Óbein grillsteiking er aðferð sem hentar fyrir allan mat sem líklegt er að brenni að utan áður en hann er steiktur í gegn. Og það er hægt að grilla eitthvað annað við beinan hita samtímis, t.d. raða tómötum og öðru grænmeti yfir brennarann sem kveikt er á, eða baka kartöflur þeim megin á grillinu.