SÆKJA APPIÐ UM SÍÐUNA FRÆÐSLA MÍNAR UPPSKRIFTIR INNSKRÁNING

LEIT
ExpandDIV
TEGUND RÉTTAR
ExpandDIV
ERFIÐLEIKASTIG
ExpandDIV
Auðvelt Erfitt
ELDUNARTÍMI
ExpandDIV
Fljótlegt Tímafrekt
Eldunaraðferð
ExpandDIV
UPPRUNI
ExpandDIV
HLUTI
ExpandDIV

Þarf að fituhreinsa lambakjöt?Það er umdeilt hvort fjarlægja eigi fituna af lambakjötinu áður en það er sett á grillið og þar togast á ýmis sjónarmið. Fitan er auðvitað ekki holl og þegar hún bráðnar og lekur niður í kolin eða á brennarana gjósa upp logar og þetta getur valdið því að kjötið brennur illa. En á hinn bóginn er það fitan sem gefur bragðið og mögru, fituhreinsuðu kjöti hættir mun frekar en öðru til að þorna um of við eldamennsku af því að búið er að fjarlægja fituna sem hlífir því.

Sumir lambakjötsbitar eru feitari en aðrir. Á kótelettum er t.d. oft nokkuð þykk fiturönd og það getur verið mjög gott að skera hana að miklu leyti í burtu áður en kjötið fer á grillið en þó er ráðlegt að skilja dálitla fitu eftir. Svo má fjarlægja alla fitu áður en kjötið er borið fram, ef óskað er. Eins er með framhryggjarsneiðar og aðra slíka bita; best er að skera burt þykkt fitulag en alls ekki hreinsa alla fitu. Sé það gert er hætt við að kjötið verði þurrt, seigt og bragðlítið.

Engin ástæða er hins vegar til að fituhreinsa lambalæri, nema hvað það getur verið gott að skera burt mörfitu sem kann að hafa fylgt með þegar lærið var skorið frá hryggnum og er þá ofarlega á lærinu innanverðu. Grillaður hryggur getur brunnið illa vegna fitunnar sem bráðnar af honum og lekur niður en koma má í veg fyrir það með því að grilla hann við óbeinan hita, eins og lýst er hér neðar á síðunni, og þá er hreint engin ástæða til að fjarlægja fituna áður en hann fer á grillið.

Svo er bara að fylgjast með kjötinu á grillinu, bregðast við ef logar gjósa upp og þá er enginn vafi á því að lambakjötið verður gott – hvort sem þið viljið hafa svolitla fitu með eða hreinsið hverja örðu af áður en kjötið er borðað.